Framkvæmdum á að ljúka í næsta mánuði

FRamkvæmdum er að ljúka við vestari akrein Kalkofnsvegar.
FRamkvæmdum er að ljúka við vestari akrein Kalkofnsvegar. mbl.is/Golli

Undanfarin misseri hafa staðið yfir miklar byggingarframkvæmdir í miðborg Reykjavíkur. Jafnframt hefur verið unnið að gatnaframkvæmdum og af þeim sökum hefur víða þurft að þrengja að umferðinni.

Nú er komið að kaflaskilum á Lækjargötu/Kalkofnsvegi. Stefnt er að því að ljúka endurbótum á Kalkofnsvegi uppi við Hafnartorgið fyrir 15. september. Meðal annars hefur verið útbúin sérstök akrein fyrir strætisvagna.

Þegar þessum framkvæmdum lýkur verður umferðin færð af núverandi keyrsluleið næst Arnarhól yfir á nýja hlutann. Í framhaldinu tekur við endurnýjun á því svæði sem nú er ekið um. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg á þeirri vinnu að ljúka fyrir miðjan október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka