Dómkvaddir matsmenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafi orðið af allt að þremur milljörðum króna þegar einkaleyfi til fólksflutninga var afturkallað af hálfu Vegagerðarinnar.
Þetta staðfestir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri sambandsins, í Morgunblaðinu í dag.
Málið snýr að leið strætós númer 55 sem ekur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Strætó fékk upphaflega einkaleyfi á umræddri leið árið 2012, en það var síðan afturkallað með ólögmætum hætti að mati SSS. Berglind segir málið nú hjá ríkislögmanni og vonar hún að takist að afgreiða málið í sátt.