Spá 2,3-2,4 milljónum ferðamanna 2019

Aldrei í sögunni hafa jafn margir ferðamenn farið um Keflavíkurflugvöll …
Aldrei í sögunni hafa jafn margir ferðamenn farið um Keflavíkurflugvöll og í nýliðnum ágústmánuði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samkvæmt spálíkani ráðgjafarfyrirtækisins Analytica munu 2,3-2,4 milljónir ferðamanna sækja Ísland heim með flugi á næsta ári, borið saman við 2,2-2,3 milljónir í ár. Það yrði metfjöldi ferðamanna.

Samkvæmt talningu Isavia fóru um 10% fleiri farþegar um Keflavíkurflugvöll í ágúst en í sama mánuði í fyrra. Alls fóru þá 1.189.250 farþegar um völlinn, sem er mesti fjöldi í einum mánuði í sögunni.

Þrátt fyrir þessa aukningu bendir greining Ferðamálastofu til að færri erlendir ferðamenn hafi komið til landsins í ágúst en í ágúst í fyrra.

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir óvissu um næstu skref Icelandair eiga þátt í að erfitt sé að segja fyrir um þróunina á næsta ári.

„Við vitum ekki hvernig Icelandair bregst við. Mun félagið fækka Ameríkusætum eða fjölga Evrópusætum? Auðvitað myndi það hafa áhrif. Það er líka spurning hvað erlendu flugfélögin sem fljúga til og frá landinu gera,“ segir Skarphéðinn Berg í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert