„Þetta verður flugveisla“

Ljósmynd/Karl Karlsson

Flug­sýn­ing­in Reykja­vik Airs­how fer fram á Reykja­vík­ur­velli í dag á milli klukk­an 12 og 15 og er aðgang­ur að henni ókeyp­is. Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu að veður sé gott og henti vel til flug­atriða. Bú­ist sé við mikl­um fjölda gesta á flug­sýn­ing­una.

„Sýn­ing­in verður með glæsi­leg­asta móti. Tug­ir flug­véla af öll­um stærðum og gerðum taka þátt í lofti og fjöldi véla verður á jörðu niðri sem gest­ir geta skoðað hátt og lágt. Þotur verða í loft­inu, þyrl­ur, list­flug­vél­ar, fis­flug­vél­ar, svifflug­ur, einka­vél­ar, fall­hlíf­ar­stökkvar­ar, drón­ar og svo mætti lengi telja. Þetta verður flug­veisla,“ er haft eft­ir Matth­íasi Svein­björns­syni, for­seta Flug­mála­fé­lags­ins. Til stóð að sýn­ing­in færi fram síðasta vor en henni var frestað vegna veðurs.

Enn­frem­ur seg­ir í til­kynn­ing­unni að sýn­ing­in hefj­ist með lát­um með stór­um atriðum strax í byrj­un og því ráðlegt að mæta tím­an­lega. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert