Engar tillögur um Ísland á hvalafundi

Hvalveiðiskip Hvals hf. heldur úr höfn í Hvalfirði.
Hvalveiðiskip Hvals hf. heldur úr höfn í Hvalfirði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engar tillögur sem snerta Ísland og íslenskar hvalveiðar beint liggja fyrir ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hefst í Brasilíu í dag.

Búast má við að þar verði hefðbundin átök á milli þeirra ríkja sem vilja að slakað verði á banni við hvalveiðum í atvinnuskyni og hinna sem vilja að bannið gildi áfram.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, að helsta mál þessa fundar sé tillaga um veiðiheimildir til sjö ára fyrir svokallaðar frumbyggjaveiðar Bandaríkjanna, Rússlands, Grænlands og St. Vinsent og Grenadíneyja. Vísindanefnd ráðsins hafi staðfest að þessar veiðar séu sjálfbærar fyrir viðkomandi hvalastofna og því muni Ísland styðja tillöguna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert