Félagið á ekki lögvarða hagsmuni

Hluti gamla Landssímahússins rifinn.
Hluti gamla Landssímahússins rifinn. mbl.is/​Hari

Kvosin, félag sem beitir sér fyrir umhverfisvernd á samnefndu svæði í miðborg Reykjavíkur, telst ekki eiga lögvarða hagsmuni til að standa að kæru um lögmæti deiliskipulagsbreytingar á Landsímareit eða vegna samþykktar byggingarleyfis á reitnum.

Þetta var niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á fundi í síðustu viku. Vísaði nefndin málinu frá af þeim sökum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Félagið Kvosin fer fyrir hópi fólks sem andmælt hefur fyrirhugaðri hótelbyggingu í hluta hins forna Víkurkirkjugarðs við Kirkjustræti. Formaður félagsins er Friðrik Ólafsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis. Hefur lögmaður félagsins, Ragnar Aðalsteinsson, reynt að fá leyfisveitingum borgaryfirvalda hnekkt en ekki orðið ágengt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert