Funduðu um stöðu WOW air um helgina

Þota WOW í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli.
Þota WOW í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Full­trú­ar stjórn­valda funduðu nú um helg­ina vegna mál­efna flug­fé­lags­ins WOW air. Þetta herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins inn­an úr stjórn­ar­ráðinu. For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins róa nú að því öll­um árum að tryggja að lág­marki 50 millj­óna doll­ara fjár­mögn­un til handa starf­sem­inni. Jafn­gild­ir sú upp­hæð 5,6 millj­örðum króna.

Líkt og fram kom í fjöl­miðlum ný­lega vinna full­trú­ar fjög­urra ráðuneyta að viðbragðsáætl­un vegna hugs­an­legra áfalla í rekstri mik­il­vægra fyr­ir­tækja. Eru það full­trú­ar frá for­sæt­is­ráðuneyti, fjár­málaráðuneyti, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti og sam­gönguráðuneyti.

Morg­un­blaðið leitaði upp­lýs­inga hjá Sig­tryggi Magna­syni, aðstoðar­manni sam­gönguráðherra, um hvort full­trú­ar fyrr­greindra ráðuneyta hefðu setið fund­ina um helg­ina. Hann vildi hins veg­ar ekki staðfesta að þess­ir fund­ir hefðu farið fram. Fyrr­nefnd­ir heim­ilda­menn Morg­un­blaðsins segja að stjórn­völd vænti fregna af skulda­bréfa­út­gáfu WOW air á morg­un, þriðju­dag. ses@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert