Markmiðið að formfesta þjónustuna

Ríkisútvarpið við Efstaleiti.
Ríkisútvarpið við Efstaleiti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV, segir að RÚV hafi í gegnum árin opnað aðstöðu sína eftir fremsta megni þegar eftir því hefur verið óskað og aðstoðað með leigu á tækjum og leikmunum.

Hann segir að flest framleiðslufyrirtækin hafi nýtt sér þessa þjónustu og þetta skref nú sé að einhverju leyti eðlilegt framhald af því.

„Markmiðið nú er að formfesta þessa þjónustu og miðla í anda gagnsæis og jafnræðis, á svipaðan hátt og t.d. BBC gerði nýverið,“ segir Magnús um eininguna RÚV-stúdíó. Að auki sé myndverið í Efstaleiti eina fjölmyndavéla-myndver landsins sem RÚV vilji að fleiri geti nýtt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert