Stefna að bensín- og dísilbílabanni 2030

Gangi áform ríkisstjórnarinnar eftir verður bannað með lögum að nýskrá …
Gangi áform ríkisstjórnarinnar eftir verður bannað með lögum að nýskrá bensín- og díselbíla á Íslandi árið 2030. mbl.is/Árni Sæberg

Með nýrri aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um mark­ar rík­is­stjórn­in þá stefnu að ný­skrán­ing­ar bens­ín- og dísil­bíla verði al­mennt óheim­il­ar eft­ir árið 2030. Þessi aðgerð og fleiri eru hluti af átaki í orku­skipt­um í vega­sam­göng­um, sem hef­ur það mark­mið að notk­un jarðefna­eldsneyt­is legg­ist á end­an­um af.

Raun­hæft er talið að stefna að því að hætta notk­un jarðefna­eldsneyt­is al­farið á Íslandi fyr­ir miðja þessa öld, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í aðgerðaáætl­un­inni.

Í aðgerðaáætl­un stjórn­valda seg­ir að sam­fara þessu banni við ný­skrán­ing­um bíla sem ein­ung­is ganga fyr­ir jarðefna­eldsneyti verði þó gætt sér­stak­lega að hugs­an­leg­um und­anþágum. Mögu­lega verði þannig gerðar und­anþágur, með vís­an til byggðasjón­ar­miða, á þeim svæðum þar sem erfitt væri að nota aðra bíla en þá sem ganga fyr­ir bens­íni og dísi­lol­íu.

Með því að stefna að þessu banni við sölu bíla sem ganga ein­ung­is fyr­ir bens­íni og dísi­lol­íu myndi Ísland feta í fót­spor ríkja á borð við Frakk­land  og Bret­land, en rík­is­stjórn­ir beggja til­kynntu í fyrra að stefnt yrði að hinu sama frá ár­inu 2040.

Skoða að úr­elda eldri bíla

Í aðgerðaáætl­un­inni seg­ir einnig að gerð verði út­tekt á mögu­leg­um ávinn­ingi þess að ráðast í tíma­bundið átak við „úr­eld­ingu“ bif­reiða sem ganga fyr­ir jarðefna­eldsneyti í því skyni að flýta fyr­ir orku­skipt­um í sam­göng­um.

„Við úr­eld­ing­una yrði horft til ald­urs og eyðslu bíl­anna. Metið verður hvort tíma­bundið átak sé lík­legt til að skila sama eða meiri ár­angri en ef sömu upp­hæð yrði varið til styrk­ing­ar innviða fyr­ir lofts­lagsvæna bíla. Horft verður til reynslu annarra sem sett hafa upp slík stuðnings­verk­efni,“ seg­ir í aðgerðaáætl­un stjórn­valda.

Þar kem­ur einnig fram að ríkið ætli að verða leiðandi í að sam­fé­lag­inu þegar kem­ur að hlut­falli vist­hæfra bíla og að þeim verði fjölgað „eins hratt og mögu­legt er“, með kröf­um um að ríkið kaupi ætíð raf­bíl eða annað vist­hæft öku­tæki er bíla­flot­inn er end­ur­nýjaður.

Minnka los­un frá vega­sam­göng­um um helm­ing

Stefnt er að því að los­un kolt­ví­sýr­ings frá vega­sam­göng­um á Íslandi verði árið 2030 um það bil helm­ingi minni en nú er, eða 500.000 tonn árið 2030 í stað nærri millj­ón tonna nú.

„Reiknað er með að þessu mark­miði verði náð einkum með stór­auknu hlut­falli raf­bíla og annarra vist­vænna öku­tækja í bíla­flot­an­um,“ seg­ir í aðgerðaáætl­un stjórn­valda, sem stefna að því að hlut­fall end­ur­nýj­an­legr­ar orku í vega­sam­göng­um verði orðið 40% árið 2030.

Markmiðið er að losun frá vegasamgöngum árið 2030 verði um …
Mark­miðið er að los­un frá vega­sam­göng­um árið 2030 verði um helm­ingi minni en hún er nú. Graf/​Um­hverf­is­ráðuneytið

Það eru þó ekki bara orku­skipt­in sem ætlað er að minnka los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Efl­ing al­menn­ings­sam­gangna, hjól­reiða og göngu sem sam­göngu­máta er einnig sögð mik­il­væg­ur þátt­ur í að draga úr los­un­inni.

„Huga þarf að sam­göngumiðuðu skipu­lagi sem ger­ir aðra ferðamáta en ein­stak­lings­bíla að raun­hæf­um val­kost­um. Sam­tím­is er mik­il­vægt að breyta ferðavenj­um, gera þær fjöl­breytt­ari með öfl­ug­um al­menn­ings­sam­göng­um, deili­hag­kerf­is­lausn­um og styrk­ingu innviða fyr­ir gang­andi og hjólandi,“ seg­ir í aðgerðaáætl­un stjórn­valda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert