Stöðvuðu ólöglegan innflutning á búrfugli

Búrfuglinn var fluttur var ólöglega til landsins í bíl með …
Búrfuglinn var fluttur var ólöglega til landsins í bíl með Norrænu um miðjan síðasta mánuð.

Búr­fugl sem flutt­ur var ólög­lega til lands­ins í bíl með Nor­rænu um miðjan ág­úst var send­ur úr landi í síðustu viku.

Í til­kynn­ingu frá Mat­væla­stofn­un kem­ur fram að fugl­in­um var haldið í ein­angr­un und­ir eft­ir­liti Mat­væla­stofn­un­ar á Seyðis­firði þar til hann var send­ur úr landi í síðustu viku þar sem leyfi til inn­flutn­ings lá ekki fyr­ir og ekk­ert heil­brigðis­vott­orð fylgdi fugl­in­um. Sam­kvæmt reglu­gerð eiga inn­flutt gælu­dýr sem ekki upp­fylla skil­yrði vegna inn­flutn­ings að vera send úr landi eða af­lífuð.

Inn­flytj­end­ur búr­fugla þurfa að afla inn­flutn­ings­leyf­is Mat­væla­stofn­un­ar og leggja fram heil­brigðis­vott­orð frá dýra­lækni fyr­ir inn­flutn­ing. „Þar að auki skulu búr­fugl­ar dvelja í ein­angr­un í fjór­ar vik­ur í aðstöðu sem samþykkt hef­ur verið af Mat­væla­stofn­un. Gælu­dýr sem hafa inn­flutn­ings­leyfi Mat­væla­stofn­un­ar er ein­ung­is heim­ilt að flytja inn um Kefla­vík­ur­flug­völl,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Mat­væla­stofn­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert