Vilja spennistöð við Hörpu

Spennistöðin á að vera á Faxagarði við Austurhöfnina.
Spennistöðin á að vera á Faxagarði við Austurhöfnina. Teikning/Batteríið arkitektar

Faxaflóahafnir hafa lagt fram umsókn til Reykjavíkurborgar varðandi breytingar á deiliskipulagi Austurhafnar þar sem lagt er til að bætt verði við nýrri lóð á Faxagarði fyrir spenni- og rafdreifistöð auk vaktaðstöðu.

Faxagarður er á milli Hörpu og þeirra bygginga sem nú rísa við Hafnartorg.

Í breytingartillögu að deiliskipulagi sem unnið er af Batterí arkitektum er gert ráð fyrir að byggingin verði 250 fermetrar að stærð, þar verði um 150 fermetrar undirlagðir spennistöð, auk aðstöðu fyrir hafnargæslu, aðgangsstýringu að hafnarstöðu sem felur meðal annars í sér skilríkjaskoðun og mögulegt afdrep fyrir farþega.

Fram kemur að gerðar verði háar kröfur um útlit byggingarinnar og skuli hún taka tillit til umhverfis með vönduðu efnisvali.

Borgarráð samþykkti að auglýsa tillöguna um breytingu á deiliskipulagi, en áður hafði skipulags- og samgönguráð samþykkt hana.

Byggingin sem um ræðir er númer 14 á teikningunni.
Byggingin sem um ræðir er númer 14 á teikningunni. Teikning/Batteríið arkitektar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert