Búið að veiða 125 hvali í ár

Kristján Loftsson kemst ekki á fund Alþjóða hvalveiði ráðsins.
Kristján Loftsson kemst ekki á fund Alþjóða hvalveiði ráðsins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Búið er að veiða 125 hvali á vertíðinni og seg­ir Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., að veiðar hafi gengið ágæt­lega þrátt fyr­ir erfitt tíðarfar. Hann seg­ir að það fari eft­ir veðri hversu lengi verður haldið áfram, en veðurút­lit sé ágætt næstu daga.

Árs­fund­ur Alþjóðahval­veiðiráðsins hófst í gær í borg­inni Flori­anipol­is sunn­ar­lega í Bras­il­íu. Kristján sæk­ir ekki þenn­an fund, en hann hef­ur setið alla árs­fundi hval­veiðiráðsins frá ár­inu 1973 nema á því tíma­bili sem Ísland var ekki í ráðinu.

Um ástæður þess seg­ir hann að Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in hafi í maí í vor bætt borg­inni þar sem fund­ur­inn er hald­inn við sem áhættu­svæði vegna mýgulu. Hún er land­læg á svæðinu, en mýgula er hita­belt­is­sjúk­dóm­ur sem berst með moskítóflug­um. Kristján seg­ist hafa kannað með bólu­setn­ingu gegn gul­unni, en verið tjáð að þar sem hann væri orðinn sex­tug­ur fengi hann ekki bólu­setn­ingu vegna hættu á al­var­leg­um auka­verk­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert