Íslensk IKEA-verslun opnuð í Riga

Verslunin í Riga er 70% stærri en IKEA í Kauptúni …
Verslunin í Riga er 70% stærri en IKEA í Kauptúni í Garðabæ.

Eignarhaldsfélagið Hof hf., eigandi IKEA á Íslandi, opnaði nýja 34.500 fermetra IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, hinn 30. ágúst síðastliðinn. Heildarfjárfesting vegna nýju verslunarinnar er 50 milljónir evra, jafnvirði 6,5 milljarða íslenskra króna.

Félagið á einnig og rekur vinsæla 30 þúsund fermetra IKEA-verslun í Vilnius í Litháen, sem var opnuð árið 2013. Þá rekur félagið 2.500 fermetra IKEA-útibú í tveimur næststærstu borgum Litháens, Kaunas og Klaipeda, þar sem fólk getur sótt vörur sem það kaupir í versluninni í Vilnius. Ný IKEA-netverslun verður jafnframt opnuð í næsta mánuði í Litháen.

Jóhannes Rúnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri IKEA í Eystrasaltslöndunum, segir í Morgunblaðinu í dag, að viðskiptavinir hafi streymt í verslunina frá opnun. „Það er ekki á hverjum degi sem alþjóðlegt vörumerki bætist hér inn á markaðinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert