Minjar frá landnámsöld við Bessastaði

Mannvistarleifar frá landnámsöld og 12. og 13. öld komu í …
Mannvistarleifar frá landnámsöld og 12. og 13. öld komu í ljós við uppgröftinn. mbl.is/​Hari

Margvíslegar minjar frá fyrri öldum, þar á meðal mannvistarleifar frá landnámsöld, hafa komið í ljós við forkönnun fornleifafræðinga við veginn heim að Bessastöðum.

Til stendur að breikka veginn að forsetasetrinu, stækka bílastæðið við Bessastaðakirkju, leggja göngustíga og endurnýja lagnir. Voru fornleifafræðingar fengnir til að kanna staðinn áður en framkvæmdir hæfust. Þeir hafa einnig komið niður á mun eldri minjar, þar á meðal vegg og aðrar mannvistarleifar sem taldar eru frá landnámsöld. Þá eru þarna einnig minjar frá 12. og 13. öld.

Hugsanlegt er að meðal minjanna sé grunnur hins sögufræga stjörnuturns við Lambhús þar sem var stjörnuathugunarstöð í lok 18. aldar, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um uppgröftinn í Morgunblaðinu í dag.

„Menn áttu ekki von á því að þarna leyndust svona umfangsmiklar minjar,“ segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur sem stjórnar rannsókninni. En í sjálfu sér eigi það samt ekki að koma á óvart að ríkulegar minjar frá fyrri öldum séu í grennd við Bessastaði enda voru þeir stjórnsýslumiðstöð landsins um aldabil og stórbýli þar með fjölmörgum hjáleigum. 

Greinin í heild birtist í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka