Samið um nýtt hjúkrunarheimili

Borgin samdi við Sjómannadagsráð um reksturinn og starfið.
Borgin samdi við Sjómannadagsráð um reksturinn og starfið.

Fulltrúar Reykjavíkurborgar og Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistu, undirrituðu í gær samning um rekstur hjúkrunarrýma og dagdvalar við Sléttuveg í Fossvogi í Reykjavík.

Áður hafði borgin samið við velferðarráðuneytið um byggingu hjúkrunarheimilisins og leitað í kjölfarið til Sjómannadagsráðs og Hrafnistu um að hafa umsjón með framkvæmdinni fyrir sína hönd.

Samningurinn sem gerður var kveður á um að Hrafnista reki 99 hjúkrunarrými á fimm hæðum við Sléttuveg. Hrafnista skuldbindur sig til að reka heimilið á sem hagkvæmastan hátt, en þó alltaf með velferð íbúa að leiðarljósi.

Sambyggð hjúkrunarheimilinu, sem verður tilbúið eftir ár héðan í frá, verður þjónustumiðstöð sem Sjómannadagsráð reisir. Þar mun Hrafnista starfrækja 30 dagdvalarrými fyrir Reykjavíkurborg. Auk þess verður þar ýmis þjónusta sem nýtist íbúum á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka