Starfsmaður taldi öryggi sínu ógnað

Misjafnt er hversu vel eða illa vinnuveitendur koma fram við …
Misjafnt er hversu vel eða illa vinnuveitendur koma fram við starfsfólk sitt. Verkalýðsforingjar standa í ströngu. Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ótal dæmi um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði hafa komið til kasta stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands.

Nýlegt dæmi snýst um mann sem holað var niður í húsnæði með mörgum öðrum án þess að vera boðið upp á læsta hirslu. Slæmt ástand var á sumum öðrum íbúum, meðal annars vegna neyslu fíkniefna, og taldi viðkomandi starfsmaður öryggi sínu ógnað.

Starfsgreinasambandið vill að stjórnvöld skeri upp herör gegn slíkum brotum og öðrum, meðal annars með því að gera stofnunum sínum að vinna betur saman að eftirliti, að því er fram kemur í fréttaskýringu um  mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert