Starfsmaður taldi öryggi sínu ógnað

Misjafnt er hversu vel eða illa vinnuveitendur koma fram við …
Misjafnt er hversu vel eða illa vinnuveitendur koma fram við starfsfólk sitt. Verkalýðsforingjar standa í ströngu. Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ótal dæmi um fé­lags­leg und­ir­boð og brot­a­starf­semi á vinnu­markaði hafa komið til kasta stétt­ar­fé­laga inn­an Starfs­greina­sam­bands Íslands.

Ný­legt dæmi snýst um mann sem holað var niður í hús­næði með mörg­um öðrum án þess að vera boðið upp á læsta hirslu. Slæmt ástand var á sum­um öðrum íbú­um, meðal ann­ars vegna neyslu fíkni­efna, og taldi viðkom­andi starfsmaður ör­yggi sínu ógnað.

Starfs­greina­sam­bandið vill að stjórn­völd skeri upp her­ör gegn slík­um brot­um og öðrum, meðal ann­ars með því að gera stofn­un­um sín­um að vinna bet­ur sam­an að eft­ir­liti, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um  mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert