Þingsetningarathöfn hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni núna klukkan 13.30 og hálftíma síðar verður Alþingi sett í 149. sinn þar sem nýtt fjárlagafrumvarp verður lagt fram.
Ljósmyndari mbl.is er á staðnum og tók hann myndir af þingmönnum, forsetahjónunum, biskupi Íslands og fleirum á leið til kirkju.
Mótmælendur úr röðum Stjórnarskrárfélagsins og aðstandendur Hauks Hilmarssonar voru einnig búnir að koma sér fyrir fyrir utan Alþingi.
Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða annað kvöld kl. 19.30.
Fjármálaráðherra mælir svo fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2019 á fimmtudaginn klukkan kl. 10.30.