Þreyta samræmd próf að nýju

Síðustu nemendurnir ljúka við samræmd próf í vikunni.
Síðustu nemendurnir ljúka við samræmd próf í vikunni. mbl.is/Kristinn

Nemendur 10. bekkjar í þremur grunnskólum sem urðu fyrir barðinu á tæknilegum vandamálum við fyrirlagningu samræmdu prófanna í vor þreyttu prófin að nýju í gær.

Nemendur fengu val um hvort þeir myndu þreyta prófin aftur og samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun þreyttu 49 nemendur próf í gær. Langflestir grunnskólar landsins héldu endurtekningarprófin í maí en rúmlega 10 skólar ákváðu að halda þau nú í september og fá skólarnir fjóra daga til að leggja fyrir próf í íslensku og ensku.

„Þessa vikuna erum við að klára þessa ákvörðun ráðherra um að nemendur fengju að taka prófin aftur, semsagt endurtekningarpróf. Hluti skólanna tók prófin í byrjun maí og hluti er að taka þau núna,“ segir Sverrir Óskarsson, sviðstjóri hjá Menntamálastofnun, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert