Þreyta samræmd próf að nýju

Síðustu nemendurnir ljúka við samræmd próf í vikunni.
Síðustu nemendurnir ljúka við samræmd próf í vikunni. mbl.is/Kristinn

Nem­end­ur 10. bekkj­ar í þrem­ur grunn­skól­um sem urðu fyr­ir barðinu á tækni­leg­um vanda­mál­um við fyr­ir­lagn­ingu sam­ræmdu próf­anna í vor þreyttu próf­in að nýju í gær.

Nem­end­ur fengu val um hvort þeir myndu þreyta próf­in aft­ur og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Mennta­mála­stofn­un þreyttu 49 nem­end­ur próf í gær. Lang­flest­ir grunn­skól­ar lands­ins héldu end­ur­tekn­ingar­próf­in í maí en rúm­lega 10 skól­ar ákváðu að halda þau nú í sept­em­ber og fá skól­arn­ir fjóra daga til að leggja fyr­ir próf í ís­lensku og ensku.

„Þessa vik­una erum við að klára þessa ákvörðun ráðherra um að nem­end­ur fengju að taka próf­in aft­ur, semsagt end­ur­tekn­ingar­próf. Hluti skól­anna tók próf­in í byrj­un maí og hluti er að taka þau núna,“ seg­ir Sverr­ir Óskars­son, sviðstjóri hjá Mennta­mála­stofn­un, í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert