Bjóða út veginn um Njarðvíkurskriður

Heimamenn steyptu fyrstu metrana sjálfir í byrjun árs.
Heimamenn steyptu fyrstu metrana sjálfir í byrjun árs. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu á 4,8 kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi. Kaflinn er frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra.

Heimamenn hafa í mörg ár kallað eftir endurbótum á þessum hættulega malarvegi, sem liggur í brattri fjallshlíð.

Vegurinn komst í fréttirnar í febrúar á þessu ári þegar hópur Borgfirðinga kom saman í Njarðvíkurskriðum og steypti um þriggja metra langan vegarkafla. Þetta gerðu þeir í mótmælaskyni, en íbúarnir sögðust vera orðnir langþreyttir á ástandi vegamála á svæðinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert