Hefur mikinn áhuga á mannáti

Dagrún við styttu Einars Jónssonar af útlögum, sem stóðu utan …
Dagrún við styttu Einars Jónssonar af útlögum, sem stóðu utan við samfélag manna. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég bý norður á Ströndum rétt utan við Hólmavík og titla mig sem yfirnáttúrubarn, því ég sé þar á sumrin um náttúrubarnaskóla. Í þann skóla koma börn og læra um náttúruna úti í náttúrunni. Skólinn er staðsettur á Sauðfjársetrinu á Ströndum og þar hef ég verið viðloðandi, ég setti þar upp sýningu fyrir nokkrum árum um álagabletti á Ströndum og þá kviknaði áhugi minn fyrir samlífi manna og náttúru.“

Þetta segir Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur sem opnaði s.l. mánudag sýninguna, Skessur sem éta karla, á bókasafninu í Spönginni í Reykjavík. Þau voru hæg heimatökin fyrir Dagrúnu, því BA-ritgerð hennar í þjóðfræði fjallar um mannát í íslenskum þjóðsögum.

„Mannát er langalgengast í tröllasögum, en næstalgengast er það í útilegumannasögum. Og til er ein saga sem ég flokka sem sjóræningjasögu, en þar segir af íslenskum manni sem fer burt í víking og skipshöfnin öll er tekin til fanga af fólki frá framandi landi. Þetta fólk borðar skipverjana hvern af öðrum, en söguhetjunni tekst að sleppa á síðustu stundu ásamt skipstjóranum og þeir eru því til frásagnar um mannátið, sem vissulega ber með sér ákveðna fordóma um aðrar þjóðir.“

Sjá viðtal við Dagrúnu Ósk í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka