Hefur mikinn áhuga á mannáti

Dagrún við styttu Einars Jónssonar af útlögum, sem stóðu utan …
Dagrún við styttu Einars Jónssonar af útlögum, sem stóðu utan við samfélag manna. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég bý norður á Strönd­um rétt utan við Hólma­vík og titla mig sem yf­ir­nátt­úru­barn, því ég sé þar á sumr­in um nátt­úru­barna­skóla. Í þann skóla koma börn og læra um nátt­úr­una úti í nátt­úr­unni. Skól­inn er staðsett­ur á Sauðfjár­setr­inu á Strönd­um og þar hef ég verið viðloðandi, ég setti þar upp sýn­ingu fyr­ir nokkr­um árum um álaga­bletti á Strönd­um og þá kviknaði áhugi minn fyr­ir sam­lífi manna og nátt­úru.“

Þetta seg­ir Dagrún Ósk Jóns­dótt­ir þjóðfræðing­ur sem opnaði s.l. mánu­dag sýn­ing­una, Skess­ur sem éta karla, á bóka­safn­inu í Spöng­inni í Reykja­vík. Þau voru hæg heima­tök­in fyr­ir Dagrúnu, því BA-rit­gerð henn­ar í þjóðfræði fjall­ar um mann­át í ís­lensk­um þjóðsög­um.

„Mann­át er lang­al­geng­ast í trölla­sög­um, en næst­al­geng­ast er það í úti­legu­manna­sög­um. Og til er ein saga sem ég flokka sem sjó­ræn­ingja­sögu, en þar seg­ir af ís­lensk­um manni sem fer burt í vík­ing og skips­höfn­in öll er tek­in til fanga af fólki frá fram­andi landi. Þetta fólk borðar skip­verj­ana hvern af öðrum, en sögu­hetj­unni tekst að sleppa á síðustu stundu ásamt skip­stjór­an­um og þeir eru því til frá­sagn­ar um mann­átið, sem vissu­lega ber með sér ákveðna for­dóma um aðrar þjóðir.“

Sjá viðtal við Dagrúnu Ósk í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert