Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður mbl.is, er tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir greinaflokkinn Mátturinn eða dýrðin sem birtist á mbl.is og í Morgunblaðinu í október í fyrra.
Í greinunum var fjallað um togstreitu nýtingar og náttúruverndar, m.a. virkjunaráform á Vestfjörðum og áhrif þeirra á staðbundið samfélag og umhverfi.
Einnig eru tilnefndir til verðlaunanna Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi.is, Bylgjunni og Stöð 2 fyrir umfjöllun um loftslagsmál og þeir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fyrir greinaskrif um íslenska náttúru.
Verðlaunin verða veitt mánudaginn 17. september í tilefni af Degi íslenskrar náttúru.