Velja sjálf gæslutímann á Íslandi

Ein ítölsku herþotanna sem nú sinna loftrýmisgæslu á vegum NATO …
Ein ítölsku herþotanna sem nú sinna loftrýmisgæslu á vegum NATO á Íslandi. Allt eru 140 ítalskir hermenn á landinu þessa dagana.

Þau ríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem annast loftrýmisgæslu hér á landi ákveða sjálf hvenær þau hefja gæsluna innan þess tímabils sem þeim er úthlutað.

Þetta segir utanríkisráðuneytið í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins um það af hverju flugsveit ítalska hersins kemur hingað til lands svo skömmu eftir að loftrýmisgæslu Bandaríkjamanna lýkur. Yfirleitt hefur liðið nokkur tími á milli þess að flugsveitir NATO-ríkjanna komi hingað.

„Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins fer fram alla daga ársins hjá öllum aðildarríkjum bandalagsins nema hér á landi en að jafnaði koma erlendar flugsveitir hingað til lands til loftrýmisgæslu þrisvar til fjórum sinnum á ári. Bækistöðvar flugsveitanna eru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og dvelja þær yfirleitt í nokkrar vikur í senn. Þjóðirnar sem hingað koma fá úthlutað ákveðið tímabil yfir árið og velja sjálfar hvenær þær hefja loftrýmisgæslu innan þess tímabils. Bandaríkjamenn fengu í samráði við Landhelgisgæsluna og utanríkisráðuneytið að ráða hvenær þeir kæmu hingað til lands frá maí til ágúst og völdu að hefja loftrýmisgæslu í lok júlí. Ítalir fengu tímabilið frá september til október úthlutað og völdu að áður höfðu samráði að koma í upphafi síns tímabils,“ segir í svari ráðuneytisins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert