Dregur úr útbreiðslu ferðamannagistingar

2.737 Airbnb auglýsingar voru vegna húsnæðis í Reykjavík í lok …
2.737 Airbnb auglýsingar voru vegna húsnæðis í Reykjavík í lok ágúst, þar af 36,2% í Miðborginni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkuð virðist hafa dregið úr Airbnb-aug­lýs­ing­um í Reykja­vík frá því í lok fe­brú­ar á þessu ári. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í gögn­um með út­tekt skipu­lags­full­trúa borg­ar­inn­ar á fjölda íbúða í ferðamannag­ist­ingu.

Borg­ar­full­trú­ar  Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu fram fyr­ir­spurn á fundi skipu­lags- og sam­gönguráðs í ág­úst þar sem óskað var yf­ir­lits yfir fjölda íbúða í ferðamannag­ist­ingu í íbúðahverf­um, sem og hversu marg­ar íbúðir í miðborg Reykja­vík­ur, sem ætlaðar hafi verið fyr­ir gist­ingu, séu tóm­ar.

Í svör­um skipu­lags­full­trúa sem kynnt voru á fundi nefnd­ar­inn­ar í gær, seg­ir að því miður hafi op­in­ber skrán­ing á gisti­starf­semi í íbúðar­hús­næði ekki verið með besta móti. Um­hverf­is- og skipu­lags­svið hafi þó reglu­lega kort­lagt gisti­staði á grund­velli gagna frá sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu, sem held­ur utan um út­gáfa rekstr­ar­leyfa, og heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur, sem gef­ur út starfs­leyfi.

411 gististaðir skráðir sem heimagisting, þar sem leigudagar eru ekki …
411 gisti­staðir skráðir sem heimag­ist­ing, þar sem leigu­dag­ar eru ekki fleiri en 90 dag­ar á ári, og 239 eru skráðir sem heils­árs­gist­ing.

„Til skoðunar hef­ur verið að tengja gagna­grunna heil­brigðis­eft­ir­lits og mögu­lega sýslu­manns við landupp­lýs­inga­kerfi borg­ar­inn­ar, þannig að upp­lýs­ing­ar um gisti­staðina birt­ist síu­pp­færðar í borg­ar­vef­sjá eða skipu­lags­sjá,“ seg­ir í svar­inu. Með þessu móti yrði aðgengi upp­lýs­inga um út­breiðslu gisti­staða inn­an íbúðarbyggðar aukið og mögu­legt yrði að flokka gisti­staðina eft­ir því hvort um er að ræða heils­árs- eða um heimag­ist­ingu, sem er bund­in við 90 daga.

Yfir 30% gisti­staða í miðborg­inni

Í fylgigögn­um með svar­inu kem­ur fram að 28. fe­brú­ar í ár voru 3.852 gisti­staðir aug­lýst­ir í gegn­um Airbnb í Reykja­vík. 30,9% gisti­staðanna voru í miðborg­inni, 21,3% voru í Vest­ur­bæn­um, 14,3% í Hlíðunum og 14,2% í Laug­ar­daln­um, en mun minna í öðrum hverf­um. 3. júlí voru 3.010 gisti­staðir aug­lýst­ir í borg­inni, þar af 35,8% í miðborg­inni. 7. ág­úst sl. voru aug­lýs­ing­arn­ar  2.844, þar af 36,8% í miðborg­inni og 30. ág­úst var aug­lýs­inga­fjöld­inn kom­inn niður í 2.737, þar af 36,2% í miðborg­inni.

Sam­kvæmt töl­um sýslu­manns á meðfylgj­andi korti eru 411 gisti­staðir skráðir sem heimag­ist­ing, þar sem leigu­dag­ar eru ekki fleiri en 90 dag­ar á ári, og 239 eru skráðir sem heils­árs­gist­ing. Þá hafi 244 gisti­staðir verið án 90 daga leyfa.

Skipu­lags­full­trúi seg­ir grein­ingu á um­fangi ferðamannag­ist­ing­ar í íbúðar­hús­næði sem sé án leyf­is einnig hafa farið fram, m.a. á skrif­stofu borg­ar­stjórn­ar. Slík grein­ing sé hins veg­ar háð mörg­um fyr­ir­vör­um þar sem oft sé stærð þess hús­næðis sem er til út­leigu ekki skýr, né held­ur hvort um sé að ræða heils­árs­gist­ingu, árstíðabundna út­leigu eða íbúð sem sé leigð út endr­um og eins. Þá sé á vefsvæðum á borð við Airbnb einnig mögu­lega skráður fjöldi íbúðarrýma sem aldrei hafi  verið skráð sem íbúðar­hús­næði, held­ur sé um að ræða at­vinnu­hús­næði sem breytt hafi verið í hótel­íbúðir eða sam­bæri­legt og því í raun ekki íbúðir sem horfið hafi af hús­næðismarkaði. „Það get­ur því verið vanda­samt að meta heild­aráhrif  „airbnb” á hús­næðismarkaðinn út frá slík­um grein­ing­um,“ seg­ir í svar­inu.

Um­hverf­is- og skipu­lags­sviði reyni engu að síður að vakta áhrif ferðmannag­ist­ing­ar á hús­næðismarkaðinn og þá sér­stak­lega áhrif­in á íbúðarbyggð inn­an Hring­braut­ar, þar sem þau séu lík­leg­ust til að verða mest og bendi sú mæl­ing til þess að hægt hafi á út­breiðslu ferðamannag­ist­ing­ar í íbúðar­hús­næði inn­an Hring­braut­ar.

28. febrúar í ár voru 3.852 gististaðir auglýstir í gegnum …
28. fe­brú­ar í ár voru 3.852 gisti­staðir aug­lýst­ir í gegn­um Airbnb í Reykja­vík. 30. ág­úst var aug­lýs­inga­fjöld­inn kom­inn niður í 2.737.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert