Grjótið gæti stöðvað flutninginn

Álfsnesvík. Fiskbyrgi á klettabrún við sjóinn neðan við Glóruholt. Ferköntuð …
Álfsnesvík. Fiskbyrgi á klettabrún við sjóinn neðan við Glóruholt. Ferköntuð um 7x6,5 metra grjóthlaðin rúst sem svipar til annarra fiskibyrgja sem eru þarna í nágrenninu. Rústin er enn greinileg. Í bakgrunni má sjá Þerney Ljósmynd/Borgarsögusafn

Þeirri spurningu verður svarað á næstu mánuðum hvort grjót sem menn röðuðu upp á árunum 1300-1500 verði þess valdandi að hætt verði við framkvæmdir á 21. öldinni. Hér er um að ræða fyrirhugaðan flutning á starfsemi Björgunar ehf. úr Ártúnshöfða í sunnanverða Álfsnesvík við Þerneyjarsund.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku hefur Minjastofnun beint þeim tilmælum til Reykjavíkurborgar að fundin verði önnur staðsetning fyrir starfsemi Björgunar. Byggir Minjastofnun tilmæli sín á niðurstöðu fornleifaskráningar á svæðinu, en þar sé að finna einstaka minjaheild með minjum um verslun, útveg og landbúnað.

Í Álfsnesvík eru áform um landfyllingu í sjó, minnst 50.000 fermetrar, og viðlegubryggju þar sem skip, 1.350 tonn og stærri, geti lagst að til losunar og lestunar. Þangað verður flutt efni sem skip Björgunar dæla úr námum á hafsbotni, það unnið og selt. Fyrirtækið þarf einnig talsvert rými í landi undir starfsemi sína.

Reykjavíkurborg skoðar nú hvernig hægt er að bregðast við umsögn Minjastofnunar og mun eiga samráð við stofnunina um það á kynningartíma vinnslutillögu vegna Álfsnesvíkur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert