Ríkið kaupi Vigur í Djúpi

Vigur í Djúpi er til sölu og margir hafa sýnt …
Vigur í Djúpi er til sölu og margir hafa sýnt kaupum áhuga. Sigurður Bogi Sævarsson

Eðli­legt er að ríkið kaupi eyj­una Vig­ur á Ísa­fjarðar­djúpi sem nú er til sölu. Þetta seg­ir Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Fjöldi jarða á Íslandi hef­ur að und­an­förnu verið seld­ur til er­lendra fjár­festa, sem er áhyggju­efni og er þróun sem þarf að bregðast við.

Þarf gerj­un­ar­tíma

Á það ekki síst við um nátt­úruperl­ur, staði sem eiga sér merka sögu, eru vin­sæl­ir meðal ferðamanna og svo fram­veg­is. „Mér finn­ast öll rök hníga að því að ríkið kaupi Vig­ur. Þess eru mörg dæmi að ríki eða eft­ir at­vik­um sveit­ar­fé­lög stígi inn í mál og kaupi eign­ir eða geri ráðstaf­an­ir þegar sam­fé­lags­leg­ir hags­mun­ir krefjast,“ sagði Halla Signý í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Fyrst vakti þingmaður­inn at­hygli á hugs­an­leg­um kaup­um rík­is­ins á Face­book-síðu sinni og hef­ur svo talað fyr­ir mál­inu fólks á meðal að und­an­förnu. Hún seg­ir að hug­mynd­in hafi fengið al­mennt já­kvæðar und­ir­tekt­ir. Lengra sé þetta þó ekki komið, enda þurfi svona mál alltaf nokk­urn gerj­un­ar­tíma.

Heim­sókn er æv­in­týri

„Vig­ur er ein­stök nátt­úruperla. Þarna hef­ur sama fjöl­skyld­an búið í lang­an tíma, fjór­ar kyn­slóðir, og hirt afar vel um staðinn. Heim­sókn út í Vig­ur þangað sem eru reglu­leg­ar sigl­ing­ar yfir sum­arið er æv­in­týri, því þarna er ein­stakt fugla­líf og ferðaþjón­usta sem nú­ver­andi ábú­end­ur hafa byggt upp. Þarna koma allt að 10.000 manns á sumri hverju, en svo er spurn­ing hversu aðgengi­leg eyj­an verður þegar og ef nýir eig­end­ur taka við,“ seg­ir Halla Signý.

„Vig­ur skipt­ir okk­ur Vest­f­irðinga máli. Því væri eðli­legt að ís­lenska ríkið keypti eyj­una, tæki við kefl­inu og ræki þjón­ustu þar í þeirri mynd sem hún er í dag. Það væri verðug gjöf rík­is­ins til þjóðar­inn­ar á full­veld­is­ár­inu. Sag­an er líka auðlind. “

Í Vig­ur eru tvær friðlýst­ar bygg­ing­ar sem báðar til­heyra húsa­safni Þjóðminja­safns­ins. Önnur þeirra er svo­nefnt Vikt­oríu­hús; timb­ur­hús í klass­ísk­um stíl, reist um 1860. Um svipað leyti var hin friðlýsta bygg­ing­in í eynni reist, sem er vind­knú­in korn­mylla.

Fyr­ir­spurn­ir frá út­lönd­um

Í dag búa í Vig­ur þau Sal­var Bald­urs­son og Hug­rún Magnús­dótt­ir kona hans, og starf­rækja þar ferðaþjónsut­una, vitja um æðar­varp og eru með sauðfé. Þau hyggj­ast nú bregða búi og flytja í land. Tveir eig­end­ur eru að Vig­ur: Sal­var og Ing­unn Sturlu­dótt­ir.

Vig­ur er á skrá hjá Fast­eigna­söl­unni Borg í Reykja­vík og seg­ir Davíð Ólafs­son fast­eigna­sali marga vera áhuga­sama um kaup. „Marg­ir hafa sam­band og frá út­lönd­um koma 3-4 fyr­ir­spurn­ir í hverri viku, enda hafa ýmis er­lend blöð sagt frá því að Vig­ur sé til sölu. Verðmiðinn á jörðinni er um 300 millj­ón­ir króna, lægra för­um við ekki því þetta er ein­stak­ur staður og ævi­starf heilu kyn­slóðanna ligg­ur að baki. Þegar eyj­an kom á skrá í sum­ar gáf­um við okk­ur að sal­an gæti tekið allt að tvö ár, því þetta er flókið ferli og að mörgu að hyggja,“ seg­ir Davíð.

"Spurn­ing hversu aðgengi­leg eyj­an verður þegar og ef nýir eig­end­ur taka við,“ seg­ir Halla Signý Kristjáns­dótt­ir alþing­ismaður. Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert