Gert er ráð fyrir útsýnispalli á tækniskýli sem Sýn hf. (Stöð 2 og tengdir miðlar) hyggst reisa ásamt fjarskiptamastri á toppi Úlfarsfells. Tillaga að deiliskipulagi fyrir rúman hektara var lögð fram á fundi skipulags- og umhverfisráðs Reykjavíkur í gær.
Fjarskiptamastrið á að verða 50 metra hátt ofan á þessu tæplega 300 metra háa fjalli sem er vinsæll útivistarstaður.
Í rökstuðningi fyrir tillögunni, sem var frestað, segir að framkvæmdin tryggi fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Til að lágmarka sjónræn áhrif mannvirkja er lagt til að unnið verði með náttúruleg byggingarefni þannig að mannvirkin falli sem best inn í landslag og umhverfi.