Áhættan farin að minnka

Brjóstaskurðaðgerð.
Brjóstaskurðaðgerð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hætt­an á að hver ein­stak­ling­ur á Íslandi grein­ist með krabba­mein er hætt að aukast og virðist raun­ar far­in að minnka, að sögn Lauf­eyj­ar Tryggva­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Krabba­meins­skrár. Þetta er m.a. þakkað minnk­andi reyk­ing­um, holl­ara mataræði og skimun fyr­ir forstig­um leg­hálskrabba­meins.

Árlega grein­ast hér um 1.600 ein­stak­ling­ar með krabba­mein og hef­ur verið stöðug fjölg­un frá upp­hafi krabba­meins­skrán­ing­ar árið 1954.

„Horf­ur krabba­meins­sjúk­linga hafa batnað mjög mikið með tím­an­um. Nú eru á lífi yfir 15.000 manns sem hafa greinst með krabba­mein, þar af stór hóp­ur sem er læknaður,“ sagði Lauf­ey. Því er spáð að árið 2030 verði fjöldi krabba­meinstil­fella sem grein­ast ár­lega kom­inn yfir 2.000. Helsta skýr­ing­in er sú að Íslend­ing­um fjölg­ar og að þjóðin er að eld­ast. Ný­gengi krabba­meina eykst með aldr­in­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Dán­artíðni af völd­um krabba­meina fer lækk­andi hér eins og víðast hvar í Evr­ópu. Þar vega lík­lega þyngst stór­stíg­ar fram­far­ir í meðferð sjúk­linga, minni reyk­ing­ar og skimun fyr­ir brjóst- og leg­hálskrabba­meini.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert