Alþingi álykti að málshöfðun hafi verið röng

Dómarar Landsdóms.
Dómarar Landsdóms. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni sem 15 þingmenn úr þremur flokkum leggja fram.

Auk Sigmundar eru flutningsmenn hennar sex þingmenn Miðflokksins, sex þingmenn Sjálfstæðisflokks og tveir úr Flokki fólksins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Tillagan var lögð fram á síðasta þingi og er nú endurflutt óbreytt. Hún gengur út á að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja fram tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum hinn 28. september 2010 vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis og er þar vísað til þingsályktunar nr. 30/138. Einnig að ranglega hafi verið staðið að atkvæðagreiðslu um tillöguna og rangt hafi verið að samþykkja hana.

Í texta tillögunnar benda flutningsmenn m.a. á að niðurstaða landsdóms hafi sýnt að ekki hafi verið tilefni til ákæru. Samræmis við beitingu laga um landsdóm hafi ekki verið beitt því lögunum hafi ekki verið beitt í öðrum tilvikum er varði stjórnmálalegar ákvarðanir og aðgerðir sem stefnt hafi hagsmunum ríkisins í hættu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert