Bera fullt traust til forstjóra OR

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á fundinum í hádeginu. Vinstra …
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á fundinum í hádeginu. Vinstra megin við hann situr Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður. mbl.is/Eggert

Ég get ekki sagt frá því sem var rætt á fundinum en hann var upplýsandi og mjög góður,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn OR fundaði með Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR, vegna uppsagnar framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar.

Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra On á miðvikudag í kjölfarið á óviðeigandi framkomu hans gagnvart samstarfsfólki. Forstjóri OR og fyrrverandi framkvæmdastjóri On segja að um eitt atvik hafi verið að ræða.

Einar Bárðarson birti á miðvikudag færslu á Facebook-síðu sinni en út úr henni má lesa að um sé að ræða fleira en eitt atvik og að í kjölfarið á kvörtunum hafi eiginkona hans verið rekin.

Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ON.
Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ON. Ljósmynd/Aðsend

Brynhildur segir að stjórn OR beri fullt traust til forstjórans. „Við spurðum að sjálfsögðu spurninga og fórum yfir málið,“ segir Brynhildur og bætir við að stjórnin telji að rétt hafi verið brugðist við í þessu máli.

Hún segist ekki geta tjáð sig um áðurnefnda færsla Einars Bárðarsonar og hvort um hafi verið að ræða fleiri en eitt óviðeigandi tilvik. „Ég get ekki tjáð mig um það en við lærðum betur um alla málavexti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert