Bjóða brjóstauppbyggingu á Landspítala

Páll Matthíasson.
Páll Matthíasson. mbl.is/Golli

Á Landspítala er bæði boðið upp á brjóstnámsaðgerðir og brjóstauppbyggingu og byggist ákvörðun um tegund aðgerðar á læknisfræðilegu mati. Þetta er meðal þess sem fram kemur í forstjórapistli Páls Matthíassonar sem birtur var í dag.

Í Morgunblaðinu í dag var haft eftir viðmælanda að aðeins væri boðið upp á sílikonaðgerðir en ekki uppbyggingu á eigin brjóstvef fyrir konur sem farið hefðu í brjóstnám. Í pistli sínum vill Páll halda til haga að svo sé ekki. Hann tekur einnig fram að ekki sé biðlisti eftir þessari þjónustu og að öflugt teymi sérfræðinga og sérhæfðs starfsfólks hafi verið byggt upp að undanförnu til að sinna þessum mikilvæga hópi.

Í pistli sínum gerir hann einnig að umræðuefni fjárlög ársins 2019, nema í heilbrigðisvísindum sem starfa og nema við Landspítalann og bólusetningar, en pistilinn í heild sinni má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka