Breytingar kosta 84 milljónir

Fundað í borgarstjórn Reykjavíkur.
Fundað í borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áætlað er að kostnaður við breytingar á borgarstjórnarsalnum í ráðhúsi Reykjavíkur verði 84 milljónir króna. Framkvæmdirnar standa enn yfir og eru vegna fjölgunar borgarfulltrúa, viðhalds og nýs fundaumsjónarkerfis.

Þetta kemur fram í svari skrifstofu eigna og atvinnuþróunar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær.

Breyta þarf borgarstjórnarsalnum vegna fjölgunar borgarfulltrúa úr 15 í 23. Borðum verður skipt út og sett upp fundaumsjónarkerfi. Jafnframt er unnið að viðhaldi sem áætlað er að kosti 22 milljónir. Unnið er að smíði nýrra borða sem kosta 28 milljónir og verið að setja upp fundaumsjónarkerfið sem kostar 34 milljónir. Borðin sem nú eru í salnum voru sett upp til bráðabirgða og á að nýta þau síðar í Tjarnarsal ráðhússins, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert