Brýn þörf á endurnýjun

Endurnýja þarf bílana reglulega en þeir slitna oft fljótt.
Endurnýja þarf bílana reglulega en þeir slitna oft fljótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna, Birkir Árnason, segir bráða þörf á endurnýjun sjúkrabíla hér á landi og að mikilvægt sé að leysa fljótt og vel þá stöðu sem upp er komin eftir að ákveðið var að fresta opnun útboðs vegna kaupa á nýjum sjúkrabílum.

„Ég er fulltrúi sjúkraflutningamanna í hópi sem var ráðgefandi í gerð útboðsins. Við eigum fund með velferðarráðuneytinu eftir helgi. Þá verður staðan útskýrð nánar fyrir okkur,“ segir Birkir, en útboðið tók til kaupa á allt að 25 sjúkrabílum.

Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), segir frestun útboðs vera mikið bakslag. „Menn hafa núna svolitlar áhyggjur af framhaldinu og hvernig til tekst með tilfærslu á rekstri sjúkrabíla frá Rauða krossinum og yfir á ríkið. Þetta er a.m.k. ekki góð byrjun.“

Þá eru dæmi þess að sjúkrabílar séu eknir um og yfir 300.000 km, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka