Brýn þörf á endurnýjun

Endurnýja þarf bílana reglulega en þeir slitna oft fljótt.
Endurnýja þarf bílana reglulega en þeir slitna oft fljótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Formaður fag­deild­ar sjúkra­flutn­inga­manna, Birk­ir Árna­son, seg­ir bráða þörf á end­ur­nýj­un sjúkra­bíla hér á landi og að mik­il­vægt sé að leysa fljótt og vel þá stöðu sem upp er kom­in eft­ir að ákveðið var að fresta opn­un útboðs vegna kaupa á nýj­um sjúkra­bíl­um.

„Ég er full­trúi sjúkra­flutn­inga­manna í hópi sem var ráðgef­andi í gerð útboðsins. Við eig­um fund með vel­ferðarráðuneyt­inu eft­ir helgi. Þá verður staðan út­skýrð nán­ar fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Birk­ir, en útboðið tók til kaupa á allt að 25 sjúkra­bíl­um.

Magnús Smári Smára­son, formaður Lands­sam­bands slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna (LSS), seg­ir frest­un útboðs vera mikið bak­slag. „Menn hafa núna svo­litl­ar áhyggj­ur af fram­hald­inu og hvernig til tekst með til­færslu á rekstri sjúkra­bíla frá Rauða kross­in­um og yfir á ríkið. Þetta er a.m.k. ekki góð byrj­un.“

Þá eru dæmi þess að sjúkra­bíl­ar séu ekn­ir um og yfir 300.000 km, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert