Umboðsmaður barna krefst svara

Salvör Nordal, umboðsmaður barna.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna. mbl.is/​Hari

„Stjórnvöldum ber að tryggja rétt þeirra barna sem sækjast eftir því að stunda nám í framhaldsskóla fram að 18 ára aldri,“ skrifar Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í bréfi til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Þar óskar hún eftir svörum um það hvernig fræðsluskylda barna til 18 ára aldurs er tryggð í framkvæmd og hvernig réttur barna til að komast inn í og stunda nám í framhaldsskólum er virtur.

Í bréfinu vísar Salvör til stjórnarskrárinnar og laga um Barnasáttmálann þar sem kveðið er á um rétt barna til grunn- og framhaldsskólamenntunar. Þá vitnar hún til greinargerðar í frumvarpi því sem varð að lögum um framhaldsskóla frá 2008 þar sem fjallað er um fræðsluskyldu stjórnvalda til 18 ára aldurs, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert