Aðeins tveir hnúðlaxar í sumar

Hnúðlax.
Hnúðlax. mbl.is/Kristín Heiða Kristinsdóttir

Það sem af er sumri hefur Hafrannsóknastofnun fengið fréttir af tveimur hnúðlöxum, sem veiðst hafa í ám hér á landi. Þetta er miklu minna en í fyrra þegar þeir voru hátt í 70. Áður höfðu mest fengist 12 hnúðlaxar.

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, segir að annan hnúðlax sumarsins hafi hann fengið inn á borð til sín og veiddist sá austur í Lóni. Af hinum frétti Guðni á samfélagsmiðlum.

Hann útilokar ekki að þeim eigi eftir að fjölga þegar farið verður yfir veiðibækur. Segist þó efast um að þeir nái tveggja stafa tölu.

Fjöldi hnúðlaxa í fyrra var í samræmi við fréttir annars staðar frá um mikinn fjölda. Það var ekki alveg óvænt því oddaárið er alltaf stærra hjá hnúðlaxi heldur en jafna árið og á það bæði við Atlantshaf og Kyrrahaf, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka