Aðeins tveir hnúðlaxar í sumar

Hnúðlax.
Hnúðlax. mbl.is/Kristín Heiða Kristinsdóttir

Það sem af er sumri hef­ur Haf­rann­sókna­stofn­un fengið frétt­ir af tveim­ur hnúðlöx­um, sem veiðst hafa í ám hér á landi. Þetta er miklu minna en í fyrra þegar þeir voru hátt í 70. Áður höfðu mest feng­ist 12 hnúðlax­ar.

Guðni Guðbergs­son, sviðsstjóri ferskvatns­líf­rík­is hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir að ann­an hnúðlax sum­ars­ins hafi hann fengið inn á borð til sín og veidd­ist sá aust­ur í Lóni. Af hinum frétti Guðni á sam­fé­lags­miðlum.

Hann úti­lok­ar ekki að þeim eigi eft­ir að fjölga þegar farið verður yfir veiðibæk­ur. Seg­ist þó ef­ast um að þeir nái tveggja stafa tölu.

Fjöldi hnúðlaxa í fyrra var í sam­ræmi við frétt­ir ann­ars staðar frá um mik­inn fjölda. Það var ekki al­veg óvænt því odda­árið er alltaf stærra hjá hnúðlaxi held­ur en jafna árið og á það bæði við Atlants­haf og Kyrra­haf, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert