Aðstoða ekki dreng með klofinn góm

Ægir Reynt er að breikka góminn.
Ægir Reynt er að breikka góminn.

Móðir átta ára drengs sem fæddist með klofinn góm hefur um árabil barist fyrir því að fá Sjúkratryggingar Íslands til að aðstoða við kostnað á virkri meðferð fyrir drenginn. Það hefur ekki tekist.

Reglugerðarbreyting frá árinu 2013 veldur því að börn sem eru með klofinn góm en ekki klofna vör fá nú ekki endurgreitt fyrir forréttingar sem geta komið í veg fyrir veigamikla kjálkaaðgerð á efri árum.

Kostnaður þeirra er orðinn 700 þúsund kr. og meðferð ekki lokið. Sjúkratryggingar og önnur stjórnvöld hafna beiðni um aðstoð á þeim forsendum að ekki sé ljóst hver tannvandinn verður í framtíðinni og þau eigi að sækja um síðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka