Yfir þrettán milljónir horft á myndböndin

Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson voru í Team …
Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson voru í Team Iceland í sumar. Myndband með þeim í fótbolta vakti mikla athygli.

„Við erum gríðarlega ánægð með þann árangur sem við náðum þarna,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.

Íslandsstofa stóð fyrir herferðinni „Team Iceland“ í aðdraganda HM í Rússlandi og meðan á mótinu stóð. Þetta markaðsverkefni var unnið í samvinnu við yfir fjörutíu íslensk fyrirtæki, stjórnvöld og KSÍ.

Markmiðið var að ná til fólks víðsvegar um heiminn, vekja áhuga á Íslandi og íslenskri þjóð og fá fólk til að sækja landið heim. „Myndböndin sem við gerðum hafa alls fengið yfir 13 milljónir áhorfa. Þá birtust 382 blaðagreinar erlendis þar sem Team Iceland og þessi herferð voru nefnd auk annarra greina,“ bætir Inga Hlín við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert