Búist við færri sveitum

Liðsmenn Arcade Fire í Laugardalshöll.
Liðsmenn Arcade Fire í Laugardalshöll. mbl.is/​Hari

Eftir stöðugan uppgang á tónleikamarkaðnum hér á landi í mörg ár virðist nú vera farið að kreppa að og erfiðara er að selja upp á tónleika erlendra listamanna.

Tvær ástæður virðast vera fyrir þróuninni. Annars vegar að tónleikamarkaðurinn sé fullmettaður því hingað komi of margir erlendir listamenn sem ekki nái að trekkja nægilega að. Hinsvegar að innlent tónleikahald hefur vaxið mjög að umfangi og eru jólatónleikar dæmi um það.

„Þetta offramboð er farið að hafa raunveruleg áhrif. Markaðurinn hefur breyst frá því að vera seljendamarkaður í kaupendamarkað. Það sést vel á því að það er alltaf endalaust framboð á tónleikum og yfirleitt er ekki uppselt. Og ef það er uppselt þá er bætt við aukatónleikum,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live.

Erfitt er að sjá annað en eitthvað láti undan og færri erlendir listamenn sæki Ísland heim á næsta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka