Búist við færri sveitum

Liðsmenn Arcade Fire í Laugardalshöll.
Liðsmenn Arcade Fire í Laugardalshöll. mbl.is/​Hari

Eft­ir stöðugan upp­gang á tón­leika­markaðnum hér á landi í mörg ár virðist nú vera farið að kreppa að og erfiðara er að selja upp á tón­leika er­lendra lista­manna.

Tvær ástæður virðast vera fyr­ir þró­un­inni. Ann­ars veg­ar að tón­leika­markaður­inn sé full­mettaður því hingað komi of marg­ir er­lend­ir lista­menn sem ekki nái að trekkja nægi­lega að. Hins­veg­ar að inn­lent tón­leika­hald hef­ur vaxið mjög að um­fangi og eru jóla­tón­leik­ar dæmi um það.

„Þetta of­fram­boð er farið að hafa raun­veru­leg áhrif. Markaður­inn hef­ur breyst frá því að vera selj­enda­markaður í kaup­enda­markað. Það sést vel á því að það er alltaf enda­laust fram­boð á tón­leik­um og yf­ir­leitt er ekki upp­selt. Og ef það er upp­selt þá er bætt við auka­tón­leik­um,“ seg­ir Ísleif­ur B. Þór­halls­son, fram­kvæmda­stjóri Senu Live.

Erfitt er að sjá annað en eitt­hvað láti und­an og færri er­lend­ir lista­menn sæki Ísland heim á næsta ári, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert