Fjármálaráðherra blandar sér í umræður um lendingargjöld flugfélaga

Starfsmaður á Charles de Gaulle-flugvelli í París býr sig undir …
Starfsmaður á Charles de Gaulle-flugvelli í París býr sig undir að tengja þjónustubifreið við TF-WOW sem er ein stærsta vélin í íslenska flugflotanum, A330-300 breiðþota, smíðuð 2015 og tekur 345 farþega í sæti. AFP

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, blandaði sér í umræðu um lend­ing­ar­gjöld ís­lenskra flug­fé­laga með stuttri færslu á Twitter síðdeg­is á laug­ar­dag­inn.

„Fróðleg­ur gam­all leiðari í sam­hengi mál­efna dags­ins,“ skrifaði hann og lét fylgja með tengil á leiðarasíðu Morg­un­blaðsins frá 4. sept­em­ber 1980. Þar er að finna hvatn­ingu til stjórn­valda hér á landi um að taka með sama hætti á lend­ing­ar­gjöld­um Flug­leiða og stjórn­völd í Lúx­em­borg höfðu þá þegar gert er þau felldu þau niður.

Sama dag kom fram hér í blaðinu að WOW air skuldaði Isa­via um tvo millj­arða í lend­ing­ar­gjöld á Kefla­vík­ur­flug­velli. Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air, seg­ir hins veg­ar að fé­lagið hafi aldrei skuldað Isa­via „yfir tvo millj­arða“. Morg­un­blaðið reyndi að ná sam­bandi við fjár­málaráðherra til að fá skýr­ing­ar á orðum hans en án ár­ang­urs, að því er fram kem­ur í blaðinu í dag. Ráðherr­ann fer með eina hluta­bréfið í Isa­via ohf. og til­nefn­ir alla stjórn­ar­menn þess, fimm að tölu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert