Hátíðarfundurinn kostaði 87 milljónir

Frá hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum 18. júlí síðastliðinn. Þingmenn ganga …
Frá hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum 18. júlí síðastliðinn. Þingmenn ganga niður Almannagjá. mbl.is/Hari

Heild­ar­kostnaður við hátíðar­fund Alþing­is á Þing­völl­um ligg­ur nú end­an­lega fyr­ir og hef­ur verið birt­ur á vef Alþing­is. Þar seg­ir að kostnaður­inn, tæp­ar 87 millj­ón­ir króna, hafi verið nokkuð um­fram áætl­un, en upp­haf­leg kostnaðaráætl­un, sem miðaðist við fram­kvæmd sam­bæri­legs viðburðar fyr­ir 18 árum, hljóðaði upp á 45 millj­ón­ir króna.

Um­fram­keyrsl­an í kostnaði er skýrð á vef Alþing­is og sögð vera einkum vegna þess að „tek­in var ákvörðun um að hafa lýs­ingu og hljóð af bestu gæðum þar sem at­b­urður­inn var í beinni út­send­ingu,“ en haft var í huga að upp­taka af fund­in­um myndi varðveit­ast til framtíðar sem heim­ild um sögu þjóðar­inn­ar.

Raun­ar hafði legið fyr­ir að kostnaður­inn myndi af þess­um sök­um fara fram úr upp­haf­legri áætl­un og Helgi Bernód­us­son skrif­stofu­stjóri benti á það í sam­tali við mbl.is að kröf­ur til gæða sjón­varps­út­send­inga væru mun meiri í dag en um alda­mót.

Á vef þings­ins er kostnaður­inn sund­urliðaður. Mest fór í að setja upp palla og bæta gang­vegi fyr­ir gesti hátíðar­fund­ar­ins, eða rúm 31 millj­ón króna. Þó er tekið fram á vef Alþing­is að vinn­an sem fór í að bæta og laga göngu­stíga á Þing­völl­um muni áfram nýt­ast gest­um viðburðar­ins.

Uppsetning palla, lagfæring göngustíga og lýsing vógu þyngst í kostnaðinum.
Upp­setn­ing palla, lag­fær­ing göngu­stíga og lýs­ing vógu þyngst í kostnaðinum. mbl.is/​Hari

Lýs­ing­in var svo næst­stærsti kostnaðarliður­inn, en hún ein og sér kostaði rúm­ar 22 millj­ón­ir króna, en sviðið þar sem hátíðargest­ir sátu var að hluta yf­ir­byggt og þar fyr­ir ofan var fjöldi öfl­ugra ljós­kast­ara.

Nokk­ur fjöldi boðsgesta er­lend­is frá sótti fund­inn og greiddi Alþingi hót­el­kostnað þeirra fyr­ir tvær næt­ur. Boðsgest­irn­ir voru alls 14 tals­ins, en ekki var greitt fyr­ir annað uppi­hald þeirra hér á landi né kostnað við fylgd­arlið þeirra.

Boðsgestir voru alls fjórtán talsins, þeirra á meðal Pia Kjærsgaard, …
Boðsgest­ir voru alls fjór­tán tals­ins, þeirra á meðal Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þings­ins, sem hér sit­ur við hlið ís­lensku for­seta­hjón­anna. mbl.is/​Hari

Alls nam kostnaður Alþing­is vegna ferðakostnaðar rúm­um 1,4 millj­ón­um króna, en auk hót­el­kostnaðar boðsgest­anna voru all­ir gest­ir hátíðar­fund­ar­ins auk þess flutt­ir frá Reykja­vík og til Þing­valla með nokkr­um rút­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert