Ósk forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur um að stíga tímabundið til hliðar verður tekin fyrir á fundi stjórnar fyrirtækisins.
Hann verður haldinn eins fljótt og auðið er, að því er segir í tilkynningu frá Brynhildi Davíðsdóttur, formanni stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Óskað hefur verið eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gerð verði úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum.
Tilkynningin í heild sinni:
Ósk forstjóra OR um að stíga tímabundið til hliðar, sem mér barst nú undir kvöld, verður tekin fyrir á fundi stjórnar fyrirtækisins sem haldinn verður eins fljótt og auðið er.
Þegar hefur verið óskað eftir því við Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gerð verði úttekt á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum. Undirbúningur hennar er þegar hafinn.
Brynhildur Davíðsdóttir