Vill kanna lögmæti uppsagnar

Orka náttúrunnar er dótturfyrirtæki Orkuveitunnar.
Orka náttúrunnar er dótturfyrirtæki Orkuveitunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, hefur óskað eftir frekari upplýsingum og gögnum vegna framkomu fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, Bjarna Más Júlíussonar, gagnvart öðru starfsfólki.

Að sögn Hildar vill hún fá úr því skorið hvort tilefni sé til að endurskoða uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar ON, í ljósi upplýsinga um framkomu framkvæmdastjórans í garð starfsmanna.

„Ég vil til dæmis fá úr því skorið hvort uppsögn Áslaugar Thelmu hafi verið lögmæt og málefnaleg, eða hvort sú staða sem komin er upp og framkoma Bjarna Más gagnvart henni, sem olli uppsögn hans, varpi nýju ljósi á málið og hvort tilefni sé til að endurskoða uppsögnina,“ segir Hildur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Þá óskar hún eftir að upplýst verði hvort brugðist hafi verið samstundis við kvörtunum undan samskiptavanda Bjarna Más, eða hvort kvartað hafi verið undan vandanum í lengri tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert