Krabbameinslyf ófáanleg í fjóra mánuði

Í viðtali við mbl.is sagði Lára Guðrún að konur væru …
Í viðtali við mbl.is sagði Lára Guðrún að konur væru farnar að óska eftir að fá lyfjaspjöld að láni í Facebook-hópum. okskaz, Thinkstock.com

Samheitalyfið Exemestan hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan um miðjan maí, en það er nauðsynlegt fólki með brjóstakrabbamein. Sigfús Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúi Actavis, sem flytur lyfið til landsins, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn RÚV að vonast sé til þess að ný sending komi til landsins á næstu dögum.

Hann sagði vandamál hafi komið upp við framleiðslu og því hafi innflutningur tafist, en að unnið sé að því að flytja lyfið inn eins fljótt og auðið er.

Lára Guðrún Jóhönnudóttir vakti athygli á málinu á Facebook í gær og í viðtali við mbl.is sagði hún að konur væru farnar að óska eftir að fá lyfjaspjöld að láni í Facebook-hópum. Sjálfri tókst henni að bjarga sér með einum skammti af Aromasin, frumlyfinu sem er mun dýrara og var einnig orðið erfitt að nálgast. Það kom þó í apótek að nýju í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka