Mast greiðir skaðabætur

Matvælastofnun vill yfirmat á raunverulegt tjón.
Matvælastofnun vill yfirmat á raunverulegt tjón. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hjalti Andrason, fræðslustjóri rekstrarsviðs Matvælastofnunar, vísar því á bug að stofnunin sé að reyna að skorast undan því að greiða skaðabætur til fyrirtækisins Kræsinga (áður Gæðakokka) með því að fara fram á yfirmat dómkvaddra matsmanna.

Matvælastofnun var dæmd til að greiða Kræsingum skaðabætur vegna tilkynningar sem birtist á heimasíðu stofnunarinnar árið 2013. Dómkvaddur matsmaður metur tjónið á 200 milljónir króna.

Morgunblaðið greindi frá því í gær að Matvælastofnun neitaði að greiða skaðabætur til Kræsinga þrátt fyrir að skaðabótaskylda hefði verið staðfest af dómstólum og að þrátt fyrir að dómkvaddur matsmaður hefði lagt mat á tjónið. Í þeirri frétt var haft eftir Magnúsi Nielssyni, eiganda Kræsinga, að hann væri viðbúinn því að ríkið myndi halda áfram að neita að greiða.

„Við gerum athugasemd við fyrirsögnina um að við neitum að greiða skaðabætur. Það er ekki staða málsins,“ segir Hjalti í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að með því að óska eftir yfirmati sé stofnunin að nýta sinn lagalega rétt til þess að fá annað mat á upphæð tjónsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert