Mast greiðir skaðabætur

Matvælastofnun vill yfirmat á raunverulegt tjón.
Matvælastofnun vill yfirmat á raunverulegt tjón. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hjalti Andra­son, fræðslu­stjóri rekstr­ar­sviðs Mat­væla­stofn­un­ar, vís­ar því á bug að stofn­un­in sé að reyna að skor­ast und­an því að greiða skaðabæt­ur til fyr­ir­tæk­is­ins Kræs­inga (áður Gæðakokka) með því að fara fram á yf­ir­mat dóm­kvaddra mats­manna.

Mat­væla­stofn­un var dæmd til að greiða Kræs­ing­um skaðabæt­ur vegna til­kynn­ing­ar sem birt­ist á heimasíðu stofn­un­ar­inn­ar árið 2013. Dóm­kvadd­ur matsmaður met­ur tjónið á 200 millj­ón­ir króna.

Morg­un­blaðið greindi frá því í gær að Mat­væla­stofn­un neitaði að greiða skaðabæt­ur til Kræs­inga þrátt fyr­ir að skaðabóta­skylda hefði verið staðfest af dóm­stól­um og að þrátt fyr­ir að dóm­kvadd­ur matsmaður hefði lagt mat á tjónið. Í þeirri frétt var haft eft­ir Magnúsi Niels­syni, eig­anda Kræs­inga, að hann væri viðbú­inn því að ríkið myndi halda áfram að neita að greiða.

„Við ger­um at­huga­semd við fyr­ir­sögn­ina um að við neit­um að greiða skaðabæt­ur. Það er ekki staða máls­ins,“ seg­ir Hjalti í Morg­un­blaðinu í dag. Hann seg­ir að með því að óska eft­ir yf­ir­mati sé stofn­un­in að nýta sinn laga­lega rétt til þess að fá annað mat á upp­hæð tjóns­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert