Opnun nýrrar stólalyftu frestast um ár

Nýja lyftan er 1.238 m og er áætlaður ferðatími í …
Nýja lyftan er 1.238 m og er áætlaður ferðatími í lyftunni 8,5 mínútur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ný stólalyfta í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður ekki opnuð í vetur eins og til stóð. Vegna ágreinings verktakans G. Hjálmarssonar og Vina Hlíðarfjalls, félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar, mun opnun lyftunnar frestast um eitt ár.

Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, staðfesti þetta í samtali við Vikudag. Reiknar hann með því að lyftan verði komin í gagnið veturinn 2020.

Vinir Hlíðarfjalls gerðu samning við Akureyrarbæ um kaup og uppsetningu á lyftunni í júní á síðasta ári. Að því er segir í frétt Vikudags er áætlað að stólalyftan og framkvæmdin sjálf kosti 363 milljónir. Nýja lyftan er 1.238 m og er áætlaður ferðatími í lyftunni 8,5 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka