Samþykkt að tryggja framgang borgarlínu

Drög að rammaskipulagi fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna í sérrými með austur-vestur-tengingu …
Drög að rammaskipulagi fyrir hágæðakerfi almenningssamgangna í sérrými með austur-vestur-tengingu frá Lækjartorgi upp á Ártúnshöfða og norður-suður-tengingu um Vatnsmýri skulu vera tilbúin í vor og tillaga tilbúin næsta haust. mbl.is/Hari

Borg­ar­stjórn samþykkti rétt í þessu að fela um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að hefja fjög­ur verk­efni til að tryggja fram­göngu borg­ar­línu sem hágæðakerf­is al­menn­ings­sam­gangna.

Þau verk­efni sem sviðið á að hefja er að klára breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur fyr­ir 2010 til 2030, hefja skipu­lags­vinnu ramma­skipu­lags fyr­ir hágæðakerfi al­menn­ings­sam­gangna, áætl­un og skipu­lags­vinnu fyr­ir fjöl­breytta hús­næðis­upp­bygg­ingu meðfram þró­un­arás­um borg­ar­línu og til­lög­ur að reit­um inn­an áhrifa­svæðis borg­ar­línu þar sem unnið verður sér­stak­lega með hag­kvæm­ar og nú­tíma­leg­ar lausn­ir fyr­ir ungt fólk og fyrstu kaup­end­ur.

Til­laga borg­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar, Pírata og Vinstri grænna var samþykkt með 12 at­kvæðum gegn 9 eft­ir að umræður um hana höfðu staðið yfir í hátt í fjór­ar klukku­stund­ir. Tveir borg­ar­full­trú­ar sátu hjá.

Til­laga um borg­ar­línu.

Drög að ramma­skipu­lagi fyr­ir hágæðakerfi al­menn­ings­sam­gangna í sérrými með aust­ur-vest­ur-teng­ingu frá Lækj­ar­torgi upp á Ártúns­höfða og norður-suður-teng­ingu um Vatns­mýri skulu vera til­bú­in í vor og til­laga til­bú­in næsta haust.

Sam­kvæmt til­lög­unni verður verk­efna­stjóri ráðinn inn á skrif­stofu sam­göngu­stjóra og borg­ar­hönn­un­ar sem vinn­ur sér­stak­lega með hönn­un sam­göngu­mann­virkja og sam­ráð. Þá verður ráðinn verk­efna­stjóri ramma­skipu­lags sem vinn­ur sér­stak­lega að hús­næðismál­um með teng­ingu inn á skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara.

Fram­kvæmd­ir við fyrstu verk­hluta í tengsl­um við borg­ar­línu eiga að verða til­bún­ar í útboð árið 2020.

Bók­un borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins:

„Ekki er með neinu móti hægt að samþykkja þessa til­lögu enda upp­haf á óvissu­ferð. Þá er til­lag­an í mót­sögn við annað sem samþykkt hef­ur verið hingað til. Ekki ligg­ur fyr­ir hver á að standa að upp­bygg­ingu og rekstri „borg­ar­línu“, en áður hef­ur verið talað um sam­starfs­verk­efni sveit­ar­fé­lag­anna. Þá ligg­ur ekki fyr­ir kostnaðarmat en ljóst er að til­lag­an kost­ar hundruð millj­óna þó ekk­ert verði fram­kvæmt. Enn á að ráða mill­i­stjórn­end­ur hjá borg­inni þrátt fyr­ir ábend­ing­ar um vax­andi bákn,“ seg­ir í bók­un­inni.

„Þá er væg­ast sagt ótrú­verðugt að halda því fram að hér verði unnið að hag­kvæm­um íbúðum fyr­ir ungt fólk þegar fyr­ir ligg­ur stefna borg­ar­inn­ar um sér­stak­an skatt; innviðagjald sem áformað er að legg­ist á nýj­ar íbúðir á þessu svæðum. Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins leggja áhersl­ur á úr­bæt­ur í al­menn­ings­sam­göng­um en all­ar áætlan­ir um úr­bæt­ur und­an­farið hafa brugðist. Bæta þarf tíðni al­menn­ings­sam­gangna, nú­tíma­væða og færa þær inn í framtíðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert