Sérfræðilæknir lagði ríkið

Sjúkratryggingar Íslands.
Sjúkratryggingar Íslands. mbl.is/Hjörtur

Íslenska ríkið tapaði í dag máli fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur sem sér­fræðilækn­ir­inn Alma Gunn­ars­dótt­ir höfðaði vegna ákvörðunar Sjúkra­trygg­inga Íslands um að synja henni um aðild að ramma­samn­ingi. Var ákvörðun Sjúkra­trygg­inga felld úr gildi og var rík­inu gert að greiða Önnu 1,8 millj­ón­ir í máls­kostnað.

Alma er sér­fræðilækn­ir á sviði háls-, nef- og eyrna­lækn­inga og lauk hún námi árið 2014. Starfaði hún í Svíþjóð í þrjú ár eft­ir að hún lauk námi, en flutti svo heim árið 2017. Sótti hún um aðild að ramma­samn­ingn­um með um­sókn til Sjúkra­trygg­inga Íslands í júlí það sama ár. Fékk hún svar í sept­em­ber um að Sjúkra­trygg­ing­ar hefðu ákveðið að hafna um­sókn henn­ar. Var vísað til bréfs frá vel­ferðarráðuneyt­inu það sama ár þar sem því var beint til Sjúkra­trygg­inga að taka ekki nýja sér­greina­lækna inn á ramma­samn­ing.

Í kröfu sinni seg­ir Alma meðal ann­ars að um hafi verið að ræða ólög­mæta stjórn­valdsákvörðun þar sem hún hafi átt rétt til aðild­ar að ramma­samn­ingn­um sam­kvæmt 2. grein samn­ings­ins. Þá byggi ákvörðun Sjúkra­trygg­inga ekki á fag­legu efn­is­legu mati eins og gert sé ráð fyr­ir held­ur sé farið eft­ir al­menn­um fyr­ir­mæl­um heil­brigðisráðherra. Taldi Alma að slík fyr­ir­mæli ættu sér ekki stoð í lög­um né í ramma­samn­ingn­um.

Ríkið bend­ir hins veg­ar á að lækn­is­kostnaður utan sjúkra­húsa hafi árið 2017 verið kom­inn langt fram úr áætl­un og að sér­fræðilækn­ar eigi ekki ein­hliða rétt til aðild­ar að ramma­samn­ingn­um.

Dóm­ur­inn kemst að þeirri niður­stöðu að al­menn fyr­ir­mæli ráðherra eigi sér stoð í lög­um og ramma­samn­ingi. Hins veg­ar hafi ekk­ert fag­legt mat farið fram við ákvörðun­ar­ferlið þótt ramma­samn­ing­ur­inn sé enn í gildi.

„Leiddi þetta til þess að ekki fór fram full­nægj­andi mat á um­sókn henn­ar með til­liti til þeirra fjöl­mörgu fag­legu þátta sem skiptu máli við úr­lausn á um­sókn­inni eins og áður grein­ir. Með þessu var brotið gegn lög­mæt­is­regl­unni og meg­in­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar um skyldu­bundið mat stjórn­valda. Af þessu leiðir að sú ákvörðun Sjúkra­trygg­inga Íslands 8. sept­em­ber 2017, sem reist var á fyr­ir­mæl­um vel­ferðar­ráðuneyt­is­ins, fyr­ir hönd heil­brigðisráðherra, 26. apríl 2017, sbr. bréf ráðuneyt­is­ins 28. ág­úst sama ár, að synja stefn­anda um aðild að ramma­­samn­ingn­um sam­kvæmt um­sókn henn­ar 14. júlí sama ár, er hald­in veru­­leg­um ann­mörk­um svo leiðir til ógild­ing­ar ákvörðun­ar­inn­ar. Þegar að þessu virtu verður fall­ist á kröfu stefn­anda um að fella úr gildi um­rædda ákvörðun,“ seg­ir í niður­stöðu dóms­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert