Seyra er vandi í Hrafntinnuskeri

Húsakostur Ferðafélagsins í Hrafntinnuskeri í Friðlandinu að Fjallabaki er í …
Húsakostur Ferðafélagsins í Hrafntinnuskeri í Friðlandinu að Fjallabaki er í um 1.100 metra hæð. Ljósmynd/Páll Guðmundsson

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur hafnað beiðni Ferðafé­lags Íslands um að reisa 42 fer­metra skjól­hús í Hrafntinnu­skeri, sem er inn­an Friðlands­ins að Fjalla­baki.

Fram kem­ur í úr­sk­urði stofn­un­ar­inn­ar að með bygg­ingu skjól­húss­ins sé verið að auka við þjón­ustu við ferðamenn á svæðinu, sem sé til þess fallið að leiða af sér aukna notk­un á sal­ern­um og þar með aukið magn seyru.

Fyr­ir­hugað var að fara í fram­kvæmd­ir við skjól­húsið í þess­um mánuði, en þar er gert ráð fyr­ir að verði aðstaða til eld­un­ar og vask­ur til að þrífa áhöld, ásamt borðum með bekkj­um fyr­ir um 40 manns. Húsið á að koma í stað vaska­skýl­is sem er á staðnum til að not­ast við frá­rennsli sem þar er.

Skál­inn í Hrafntinnu­skeri er einn af­skekkt­asti fjalla­skáli á land­inu og erfitt er að koma ár­lega 5-10 tonn­um af seyru af svæðinu um ill­færa slóða, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert