Starfsfólki fjölgað um 59% á 5 árum

Fyrirtækjum í verslun og þjónustu hefur fjölgað hratt á Grandagarði …
Fyrirtækjum í verslun og þjónustu hefur fjölgað hratt á Grandagarði síðustu ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls störfuðu 3.216 manns í Gömlu höfninni í Reykjavík í sumar. Þetta er niðurstaða reglulegrar könnunar á vegum Faxaflóahafna og sýnir hún mikinn uppgang á hafnarsvæðinu.

Starfsmönnum hafði fjölgað um 59% frá samskonar könnun árið 2013. Flestir þeirra starfa við fiskvinnslu og útgerð eða iðnað. Flest fyrirtæki í Gömlu höfninni starfa hins vegar á sviði þjónustu og ferðaþjónustu.

Forvarsmenn 201 fyrirtækis á svæðinu svöruðu spurningum í könnuninni. Mikillar óánægju með umferð á svæðinu gætti í svörunum og þykir mörgum hætta stafa af umferðinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka