„Þetta var rán­dýr ferð“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, ásamt Ingu Sædal, formanni …
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, ásamt Ingu Sædal, formanni flokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ég var að koma úr minni fyrstu ut­an­lands­ferð á veg­um þings­ins, af vel­ferðar­nefnd­ar­fundi Norður­landaráðs í Nuuk í Græn­landi. Ég spyr mig eft­ir þessa ferð hverju hún skil­ar og í hvaða til­gangi hún hafi verið far­in,“ sagði Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, þingmaður Flokks fólks­ins, í umræðum um störf þings­ins á Alþingi í dag.

„Ég verð að gera at­huga­semd við það að ég gisti á dýr­asta hót­eli sem ég hef nokk­urn tím­ann gist á á æv­inni. Það er meira en tvö­falt dýr­ara en nokk­urt lúx­us­hót­el sem ég hef kom­ist inn á,“ sagði þingmaður­inn enn frem­ur og spurði hvers vegna í ósköp­un­um Alþingi hafi sent tíu manns, sjö þing­menn og aðstoðarfólk, á fund­inn sem hafi ein­göngu verið hald­inn í þeim til­gangi að samþykkja áður gerðar álykt­an­ir eða reyna að gera ein­hverj­ar orðalags­breyt­ing­ar.

„Ég spyr líka, ef ég er að borga þarna meira en helm­ingi dýr­ara hót­el en þyrfti að vera og við erum að borga helm­ingi meira fyr­ir Þing­velli og hátíðina þar en þyrfti: Er þetta gegn­um­gang­andi á þing­inu? Þurf­um við ekki að fara að end­ur­skoða hlut­ina?“

Tíma­bært að skoða kostnað við ut­an­lands­ferðir

Þingmaður­inn sagði að á sama tíma væri verið „að setja inn í fjár­lög hung­ur­lús, 1% hækk­un á per­sónu­afslætti auka­lega, 500 kall. Það sýn­ir sig að 1% lækk­un á 37% þrepa­skatti hefði skilað 14 millj­örðum til að nota í per­sónu­afslátt­inn og það hefði skilað þeim sem lægst eru sett­ir 15.000 kr. á mánuði en ekki 500 kr.“

Guðmund­ur sagði að tíma­bært væri að fara yfir það hvort all­ar ut­an­lands­ferðir á veg­um þings­ins og kostnaður­inn í kring­um þær væri nauðsyn­leg­ur. „Þetta var rán­dýr ferð en það sem er und­ar­leg­ast við hana og verður senni­lega mest í minn­ing­unni haft er að hún var í boði Alþing­is og það eina sem stend­ur senni­lega upp úr er rán­dýr háls­bólga og kvef.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert