Tillaga um nýtt sjúkrahús til borgarráðs

Eyþór lagði fram framsækna sáttatillögu í sjúkrahúsmálum á borgarstjórnarfundi í …
Eyþór lagði fram framsækna sáttatillögu í sjúkrahúsmálum á borgarstjórnarfundi í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Það var eng­inn sem gat mælt gegn þessu,“ seg­ir Eyþór Arn­alds, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins. Borg­ar­stjórn samþykkti í kvöld að vísa til­lögu hans um staðar­vals­grein­ingu fyr­ir aðra sjúkra­hús­upp­bygg­ingu í Reykja­vík í borg­ar­ráð til úr­vinnslu. „Það þarf líka að ná sátt í þess­um mál­um og ekki vera í skot­gröf­um.“

Eyþór seg­ir ekki seinna vænna að fara af stað með staðar­vals­grein­ingu fyr­ir annað sjúkra­hús nú þegar sér fyr­ir end­ann á fram­kvæmd­um við Hring­braut. „Við höf­um séð það að stór verk­efni fara stund­um af stað án nægs und­ir­bún­ings, sem verður til þess að þau verða um­deild og fara fram úr áætl­un.“

„Bæði sjúk­ling­ar og heil­brigðis­starfs­fólk eiga að geta átt val um fleiri en einn vinnustað,“ seg­ir Eyþór, og að borg­in sem höfuðborg eigi að bjóða upp á bestu val­kost­ina fyr­ir stofn­an­ir eins og spít­ala. Það sé hins veg­ar ekki staðan í dag.

Borg­in tapað stofn­un­um til Kópa­vogs

„Borg­in hef­ur verið að tapa í sam­keppni við Kópa­vog og önn­ur sveit­ar­fé­lög. Sýslumaður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu, Íslands­banki og fleiri hafa farið þangað vegna þess að það er eng­inn staður fyr­ir stofn­an­ir af þeirri stærðargráðu í borg­inni, hvað þá nýtt sjúkra­hús. Við hyggj­um að framtíðinni. Hún kem­ur fyrr en okk­ur grun­ar.“

Eyþór er að von­um ánægður með þá sátt sem virðist vera um málið inn­an borg­ar­stjórn­ar. „Nú er bara að sjá hvort efnd­ir fylgi orðum. Við mun­um fylgja því fast á eft­ir.“

Ekki náðist í Dag B. Eggerts­son borg­ar­stjóra við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Til­laga Eyþórs í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert